Það eru væntanlega tímamót í sögunni að nýr konungur sé krýndur í Danmörku eins og átti sér stað í dag; og við óskum honum velfarnaðar í starfi.

Gagnrýni bloggarans Jón Magnússonar þessu tengdu á samt fullan rétt á sér.

Hann kannski segir það ágætlega

sem að ég hefði viljað sagt hafa:

"Konungar og drottningar eru leifar frá liðnum tíma og viðhorfum passa satt að segja ekki við lýðræðis- og jafnræðishugmyndir okkar tíma.

Samt sem áður eru ekki lengur sterkar hreyfingar fyrir að afnema konungsveldi í þeim löndum sem eru næst okkur.

Sennilega vegna þess að þjóðhöfðingjarnir hafa verið farsælir í störfum sínum. 

Það er samt sem áður ekki samrýmanlegt í lýðræðisþjóðfélagi að búa við það 

að hafa þjóðhöfðingja sem byggja á þeirri hugmyndafræði að þeir hafi við fæðingu öðlast rétt til að verða  þjóðhöfðingjar í framtíðinni á þeirri forsendu að þeir séu öðruvísi og merkilegri en annað fólk. 

Við virðumst samt ætla að sætta okkur við þetta enn um hríð hvað sem öðru líður og vissulega finnst mörgum gaman að sjá tindátana og prjálið í kringum konungsveldin, sem eru hrein tildurembætti. Raunar ekki ólíkt því sem að forsetaembættið á Íslandi hefur þróast í, þar sem að reynt er að líkja eftir siðum og venjum arfakóngana:

 

Kannski að máltækið;

"AÐ FÆÐAST MEÐ

SILFURSKEIÐ Í MUNNINUM".

Eigi hvergi betur við en í svona tilviki:

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband