Nú skora ég á alla að fara að rækta KARTÖFLUR í sínum heima-görðum:
Laugardagur, 22. febrúar 2025
Fullt af góðum ráðum:
Æskileg hlutföll í jarðvegi:
------------------------------------------------------------------------------------------
Síðan klíp ég allar auka-spírur
af hverri kartöflu fyrir sig
þannig að það er bara 1 spíra
sem að mun koma til með að vaxa
út úr kartöflunni:
Í byrjun MARS að þá læt ég mitt
útsæði í eggjabakka
og út í glugga þannig að
spíran sjái dagsbirtuna
og vaxi beint upp:
(Sjái spíran ekki dagsbirtuna
að þá mun spíran verða bogin).
Einnig er ráðlagt að hafa kalt á þeim,
ef að það er of heitt á þeim að þá er hætta á að spírurnar verði of langar.
------------------------------------------
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 13:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ef að þið ætlið að starta HVÍTKÁLS-FRÆJUM innandyra þá er rétti tíminn núna:
Sunnudagur, 9. febrúar 2025
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 16:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hérna er fullt af góðum ráðum vilji fólk prófa að starta SÍTRÓNU-FRÆUM, um að byrja að prófa slíkt strax og láta tímann vinna með sér :
Þriðjudagur, 28. janúar 2025
Allir geta keypt svona KIWI út úr búð hjá sér og náð í fræ til að setja niður :
Sunnudagur, 26. janúar 2025
Hérna er fullt af góðum ráðum ætli fólk að rækta melónur. Fólk þarf ekki að kaupa fræin sérstaklega, heldur getur fólk notað fræin þegar að þið kaupið melónur út úr búð:
Þriðjudagur, 21. janúar 2025
Hérna er sniðugt ráð til að starta vínberja-grösum:
Föstudagur, 17. janúar 2025
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 18:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú gæti verið upplagt að verða sér úti um JARÐABERJA-FRÆ af venjulegum jarðaberjum:
Þriðjudagur, 14. janúar 2025
Síðan eftir ca. 4 mánuði
að þá verður plantan orðin
það stór að þið getið flutt hana
út í garðinn ykkar:
Til þess að geta séð enska textann með myndbandinu þurfið þið að klikka á YOUTUBE-merkið í vinstra horninu:
GÓÐ RÁÐ:
1.Ég myndi bara notast við keypta pottamold á pokum út úr búð þegar ég er að starta fræjum þar sem að öll næringarefni eru í réttum hlutföllum.
(Síðan getið þið farið að brasa sjálf með eigin moltu þegar að plantan er orðin fullþroskuð).
2.Ekki er ráðlagt að grafa fræin djúpt ofan í moldina, jafnvel bara að rétt þrýsta á þau ofan í moldina og það gerir ekkert til þó að það sjáist í þau.
3.Að umpotta fyrstu spírunum ekki of snemma í stærri potta. Ég myndi ekkert umpotta í fyrsta skiptið fyrr en að plantan er orðinn ca. 3 tommur á hæð.
4.Fræin á þessum árstíma í moldinni þurfa að vera undir gróður-ljósum og alltaf undir plasti þannig að það sé stöður raki í moldinni.
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í byrjun næsta árs gæti verið ráð að starta KRYDDJURTUM;
Mánudagur, 16. desember 2024
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 16:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað er gott að hafa í huga við BLÁBERJA-SULTUGERÐ?
Mánudagur, 9. september 2024
-Merjið 3 kg. af Bláberjum
í stórum potti.
(Það tekur því ekki að fara af stað með minni skammt).
-Vökvi verður til í pottinum.
Gæti verið ráð að bæta við 1 dl. af vatni í pottinn. (Hvað viljið þið hafa sultuna þykka?)
-Látið suðuna koma upp og bætið
þá sultu-sykrinum í pottinn 1kg.
-Ég hef sett 1 tsk. af kanill í pottinn.
-1 matskeið af MELATÍNI.
(Það þarf ekki ef að 20% af berjunum eru grænjaxlar).
-Sumir hafa mælt með að kreista safa úr 3 sítrónum í pottinn.
Það er ekki víst að það þurfi.
-Sjóðið gumsið í 20 mínútur
og hrærið vel í á meðan.
-Hellið bláberjasultunni í krukkur sem að búið er að dauðhreinsa í sjóðandi heitu vatni.
-Snúið krukkunum á hvolf
og geymið þær þannig í ísskáp
í 1 sólarhring eða lengur . (Þessi aðferð virkar eins og varan hafi verið Vacon-pökkuð; og geymist betur).
Svipuð uppskrift af bláberjasultu.
Matur og drykkur | Breytt 29.9.2024 kl. 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað er gott að hafa í huga tengt RABBABARA-SULTU-GERÐ?
Mánudagur, 2. september 2024
Til að fylla rabbabara í 1 líters vatnskönnu þarf 10 væna rabbabarastilka.
Það tekur því ekki að fara af stað í RABBABARA-SULTU-GERÐ nema að ná
30 RABBABARA-STILKUM saman
til að brytja niður í pott,
þannig að úr verði
3 lítra RABBABARA -MASSI
og síðan er bara að bæta við
3kg. af sykri.
(Ég myndi mæla með sérstökum sultusykri sem að hægt er að kaupa í flestum búðum; en það væri ekki bráð-nauðsynlegt).
Síðan er ráðlagt að setja 1 dl.vatn á hvert 1kg. af brytjuðum rabbabara.
Þá 3 dl.vatn
á 3.kg. af brytjuðum rabbabara.
-----------------------------------------
Sjóða allt gumsið saman í 10 mínútur
og hræra vel í á meðan.
-----------------------------------------
Síðan að vera tilbúinn með ca.10 krukkur sem að búið væri að dauðhreinsa í sjóðandi heitu vatni.
--------------------------------------------------------Síðan þegar að búið er að fylla á allar krukkurnar, er ráðlagt að snúa öllum krukkunum á hvolf í 1 sólarhring í ísskáp; slíkt myndi virka með sama hætti og þegar að vörur eru vacon-pakkaðar og sultan geymist betur
til langs tíma.
Matur og drykkur | Breytt 29.9.2024 kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)