Er fólk nógu meðvitað um að
OPINBERUNARBÓK
NÝJA-TESTAMENTISINS
fjallar um allt það sem á eftir að gerast?
Sjöunda básúnan
Þá heyrðust raddir miklar á himni er sögðu:
Drottinn og Kristur hans hafa fengið valdið
yfir heiminum og hann mun ríkja um aldir alda.
Og öldungarnir tuttugu og fjórir, þeir er sitja frammi fyrir Guði í hásætum sínum, féllu fram á ásjónur sínar, tilbáðu Guð og sögðu:
Vér þökkum þér, Drottinn Guð, þú alvaldi,
þú sem ert og þú sem varst,
að þú hefur tekið valdið þitt hið mikla
og gerst konungur.
Þjóðirnar reiddust
en reiði þín kom
og tíminn til að dæma hina dauðu
og gefa launin þjónum þínum,
spámönnunum og hinum heilögu
og þeim sem óttast nafn þitt, smáum og stórum,
og til að eyða þeim sem jörðina eyða.
Syngur ekki allt KRISTIÐ fólk
um KRIST, sem
"KONUNG LÍFS VORS OG LJÓSS";
eins og segir í jólasálminum?
Að það geti verið að við séum alltaf að mæta í sama barna-afmælið hjá Jesú.
Það er eins og við gerum ekki ráð fyrir því að hann hafi elst.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.