Væru til einhverjar betri leiðir til að semja um laun kennara heldur en þær verkfalls-leiðir sem að kennarar eru vanir að fara í ? T.d. ÚTBOÐSLEIÐIR með sama hætti og smiðir bjóða í verk:

Þá væri það þannig að næst þegar að auglýst væri eftir kennara að þá væri hann spurður í umsókninni hvað hann vildi fá í laun fyrir að vinna X margar stundir á mánuði í 4 ár?

Tökum sem dæmi að 10 íslenskufræðingar  myndu sækja um eina kennarastöðu íslenskukennara í einhverjum gagnfræðaskóla.

Að þá þyrftu þeir allir að skila inn

TILBOÐI  Í LOKUÐU UMSLAGI;

varðandi það hvað hvað þeir vildu fá

í árslaun.

Þannig kæmist á ákveðið jafnvægi á milli framboðs, eftirspurnar og raungetu. 

Menntakerfið myndi áskilja sér rétt til að taka eða hafna hvaða tilboði sem er.

 

Síðan yrði staðan boðin út aftur að fjórum árum liðnum og væntanlega áður en að skólastarfið hæfist en  alls ekki þegar að æskan væri í fullu námi til að skaða ekki þeirra námsferil.

Það eiginlega gengur ekki að kennarar geti tekið allt menntakerfið í gíslingu og skaðað  námsferil æskunnar með sínum verkföllum.


Bloggfærslur 21. febrúar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband