Það er ekki víst að það henti
öllum að stytta studentprófið
niður í 3 ár með því að auka
hraðann á öllu námsferlinu
þannig að æskan hafi engann tíma
fyrir félagslíf.
Hins vegar mætti skoða betur
hvort að það mætti ekki fella
eitthvert námsefni út úr náminu
sem að mun ekki nýtast að neinu
leiti í hinum blákalda
raunveruleika atvinnulífsins.
Ég legg ég til að þessi bók
verði tekin út úr
fjölbrautarskóla-kerfinu í eitt
skiptið fyrir öll, léttið þannig
á álaginu á æskunni og sparið
hundruði milljóna króna í tíma,
orku og pening hjá bæði nemendum
og kennurum.
Innihald þessarar bókar nýtist
ekki að neinu leiti í hinum
blákalda raunveruleika
atvinnulífsins.
Bókin gerir illt verra með því
íþyngja æskunni í mikilvægara
námi.
Margir milljarðar af SKATTFÉ
hafa farið í að innprenta
æskunni, hver það var sem að
"hjó þrælinn í herðar niður;
bara af því að hann
lá svo vel við högginu";
og sambærilegar sögur:
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 09:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)