Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2024

Þó að höfundur þessar síðu sé ekki á prósentum hjá þessu fyrirtæki að þá er hérna um að ræða sniðuga græju sem að rétt er að mæla með við hvert heimili til að losa sig við lífrænan úrgang:

 

Hérna er HEIMASÍÐAN:

Ég myndi mæla með því að kaupa

hjólin undir þennan turn í sömu

kaupsendingu, það er ekki

sjálfgefið að þau fylgi með.


Nú gæti veirð upplagt að verða sér úti um JARÐABERJA-FRÆ af venjulegum jarðaberjum:

Síðan eftir ca. 4 mánuði

að þá verður plantan orðin

það stór að þið getið flutt hana

út í garðinn ykkar: 

 

Til þess að geta séð enska textann með myndbandinu þurfið þið að klikka á YOUTUBE-merkið í vinstra horninu:

GÓÐ RÁÐ:

1.Ég myndi bara notast við keypta pottamold á pokum út úr búð þegar ég er að starta fræjum þar sem að öll næringarefni eru í réttum hlutföllum.

(Síðan getið þið farið að brasa sjálf með eigin moltu þegar að plantan er orðin fullþroskuð).

2.Ekki er ráðlagt að grafa fræin djúpt ofan í moldina, jafnvel bara að rétt þrýsta á þau ofan í moldina og það gerir ekkert til þó að það sjáist í þau.

3.Að umpotta fyrstu spírunum ekki of snemma í stærri potta.  Ég myndi ekkert umpotta í fyrsta skiptið fyrr en að plantan er orðinn  ca. 3 tommur á hæð.

4.Fræin á þessum árstíma í moldinni þurfa að vera undir gróður-ljósum og alltaf undir plasti þannig að það sé stöður raki í moldinni.


Nú skora ég á alla að fara að rækta KARTÖFLUR í sínum heima-görðum:

Fullt af góðum ráðum: 

 

Æskileg hlutföll í jarðvegi: 

 

------------------------------------------------------------------------------------------

Síðan klíp ég allar auka-spírur

af hverri kartöflu fyrir sig

þannig að það er bara 1 spíra

sem að mun koma til með að vaxa

út úr kartöflunni:

 

 

Í byrjun febrúar að þá læt ég mitt útsæði  í  eggjabakka og út í glugga þannig að

spíran sjái dagsbirtuna

og vaxi beint upp:

(Sjái spíran ekki dagsbirtuna að þá mun spíran verða bogin).

------------------------------------------

 


Mér skilst að þeir sem að ætla að rækta HVÍTKÁL í sínum görðum næsta sumar að þeir ættu að sá sínum fræjum því tengdu í byrjun febrúar:


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband