Hvað er gott að hafa í huga við BLÁBERJA-SULTUGERÐ?
Mánudagur, 9. september 2024
-Merjið 3 kg. af Bláberjum
í stórum potti.
(Það tekur því ekki að fara af stað með minni skammt).
-Vökvi verður til í pottinum.
Gæti verið ráð að bæta við 1 dl. af vatni í pottinn. (Hvað viljið þið hafa sultuna þykka?)
-Látið suðuna koma upp og bætið
þá sultu-sykrinum í pottinn 1kg.
-Ég hef sett 1 tsk. af kanill í pottinn.
-1 matskeið af MELATÍNI.
(Það þarf ekki ef að 20% af berjunum eru grænjaxlar).
-Sumir hafa mælt með að kreista safa úr 3 sítrónum í pottinn.
Það er ekki víst að það þurfi.
-Sjóðið gumsið í 20 mínútur
og hrærið vel í á meðan.
-Hellið bláberjasultunni í krukkur sem að búið er að dauðhreinsa í sjóðandi heitu vatni.
-Snúið krukkunum á hvolf
og geymið þær þannig í ísskáp
í 1 sólarhring eða lengur . (Þessi aðferð virkar eins og varan hafi verið Vacon-pökkuð; og geymist betur).
Svipuð uppskrift af bláberjasultu.
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt 29.9.2024 kl. 13:16 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning