Hvað er gott að hafa í huga við BLÁBERJA-SULTUGERÐ?
Mánudagur, 9. september 2024
-Merjið 3 kg. af Bláberjum
í stórum potti.
(Það tekur því ekki að fara af stað með minni skammt).
-Vökvi verður til í pottinum.
Gæti verið ráð að bæta við 1 dl. af vatni í pottinn. (Hvað viljið þið hafa sultuna þykka?)
-Látið suðuna koma upp og bætið
þá sultu-sykrinum í pottinn 1kg.
-Ég hef sett 1 tsk. af kanill í pottinn.
-1 matskeið af MELATÍNI.
(Það þarf ekki ef að 20% af berjunum eru grænjaxlar).
-Sumir hafa mælt með að kreista safa úr 3 sítrónum í pottinn.
Það er ekki víst að það þurfi.
-Sjóðið gumsið í 20 mínútur
og hrærið vel í á meðan.
-Hellið bláberjasultunni í krukkur sem að búið er að dauðhreinsa í sjóðandi heitu vatni.
-Snúið krukkunum á hvolf
og geymið þær þannig í ísskáp
í 1 sólarhring eða lengur . (Þessi aðferð virkar eins og varan hafi verið Vacon-pökkuð; og geymist betur).
Svipuð uppskrift af bláberjasultu.
Matur og drykkur | Breytt 29.9.2024 kl. 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað er gott að hafa í huga tengt RABBABARA-SULTU-GERÐ?
Mánudagur, 2. september 2024
Til að fylla rabbabara í 1 líters vatnskönnu þarf 10 væna rabbabarastilka.
Það tekur því ekki að fara af stað í RABBABARA-SULTU-GERÐ nema að ná
30 RABBABARA-STILKUM saman
til að brytja niður í pott,
þannig að úr verði
3 lítra RABBABARA -MASSI
og síðan er bara að bæta við
3kg. af sykri.
(Ég myndi mæla með sérstökum sultusykri sem að hægt er að kaupa í flestum búðum; en það væri ekki bráð-nauðsynlegt).
Síðan er ráðlagt að setja 1 dl.vatn á hvert 1kg. af brytjuðum rabbabara.
Þá 3 dl.vatn
á 3.kg. af brytjuðum rabbabara.
-----------------------------------------
Sjóða allt gumsið saman í 10 mínútur
og hræra vel í á meðan.
-----------------------------------------
Síðan að vera tilbúinn með ca.10 krukkur sem að búið væri að dauðhreinsa í sjóðandi heitu vatni.
--------------------------------------------------------Síðan þegar að búið er að fylla á allar krukkurnar, er ráðlagt að snúa öllum krukkunum á hvolf í 1 sólarhring í ísskáp; slíkt myndi virka með sama hætti og þegar að vörur eru vacon-pakkaðar og sultan geymist betur
til langs tíma.
Matur og drykkur | Breytt 29.9.2024 kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)